Færsluflokkur: Lífstíll

Bátsnafnið

Félagi Snæbjörn spurði að því í apríl hvort búið væri að gefa bát sægreifans nafn. Svo var ekki þá en fyrir nokkru fékk ég upplýsingar um hvert nafnið væri. Margar tillögur höfðu borist sægreifanum, m.a. Böggý, Ingó, Ingibjörg, Bjögga, Inga, Ingó uppáhald og eitthvað fleira. Sægreifinn hlustaði ekki á þessar tillögur heldur valdi bátnum bæði nafn og númer og heitir hann:

Jenný EA 451


Uppskrift að villibráð

Jæja kæru félagar í Veiðifélaginu,

er ekki komin tími til að blogga smá. Þar sem hvorki formaður, varaformaður né aðrir gildir limir eða makar þeirra hafa séð ástæðu til að færa hugsanir sínar til bókar hér. Mér dettur hins vegar í hug að setja hér inn uppskrift sem ég fann á vefsíðu Bjarnareyjar af "Villikrydduðum lundabringum". Þetta hljómar ákaflega vel og ég er sannfærð um að þeir sem hugsanlega ná sér í einhvern svartfugl geti matreitt hann eftir þessari uppskrift.

Villikryddaðar lundabringur

6 lundabringur, úrbeinaðar. Villibráðarkrydd frá Pottagöldrum. 1 rauðlaukur, gróft skorinn. 1 box sveppir, skornir í báta. 1 bolli maltöl. 2 1/2 dl rjómi. 1-2 tsk. bláberjasulta. 1 askja bláber. 1-2 tsk, villikraftur frá Oscar. Bökunarkartöflur, skornar í báta.

Byrjið á því að láta kartöflubátana í ofnskúffu og hellið olíu yfir þá. Kryddið með hvítlauksdufti, tímíani og salti eftir smekk. Bakið í ofni í 45 mín. við 180 gráður.

Kryddið lundabringurnar með villibráðarkryddinu. Skerið laukinn gróft og sveppina í báta. Snöggsteikið lundabringurnar í olíu á pönnu í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið ásamt rauðlauknum og sveppunum. Takið lundann af pönnunni. Hellið maltöli á pönnuna og látið sjóða í smá stund. Hellið því næst rjómanum saman við og svo bláberjasultunni og bláberjunum. Sjóðið saman í stutta stund. Bragðbætið sósuna með villibráðarkrafti eftir smekk. Látið síðan lundabringurnar út í sósuna áður en allt er borið fram.

 


Báturinn kominn á flot

Ágætu Veiðifélagsfélagar, það er með miklu stolti og gleði sem ég tilkynni ykkur að gildur limur, Siggi Hinna, hefur sett fleytuna á flot.

 

 

 

 


Villtar meyjar vilja ei ...

Veiðifélagið hélt árshátíð sína á Suðurlandi síðasta haust. Árshátíðin gekk ákaflega vel en þar varð til ansi öflugur kveðskapur sem tengdist m.a. Syðra-Langholti. Ein vísan var svona: 

Villtar meyjar vilja ei
verðmætunum sóa.
Heldur vilja þessi grey
liggja meðal flóa.

 

 


mbl.is Sigurður Ingi í fyrsta sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Venus bauð Mánanum uppí dans

Skýring á því undurfagra sjónarspili sem Veiðifélagið varð vitni að föstudagskvöldið 27. febrúar sl. http://www.stjornuskodun.is/component/content/article/42-frettir/415-tunglie-og-venus-stiga-dans


Búið að fjárfesta í bát

Í bát er hann búinn að fjárfesta í
blessaður drengurinn okkar.
Nú skulum við sigla á veiðarnar því
sjóstakkurinn gamli lokkar.

Já Siggi er sómamaður
sjómaður heill og klár.
Hann þolir ekkert þvaður
og þarf ekki seglu né ár.

Nú fögnum við félagar allir
og förum að hlakka til.
Því skýjanna himna hallir
höndlum við hér um bil.

Á Eyrinni akurs við munum
afla sem aldreigi fyrr.
Með gellum og hraustum gumum
er glatað að sitja kyrr.

Nú held að ég hætti að bulla
og hamast við vísnasmíð.
Ég veit að snart mun ég sulla
í sjó sem ég ann og líð.

Hafdis_EA100A

 


ég meika ekki milljón flær á beit

Veiðifélagið hyggur á ferðalag um næstu helgi. Af því tilefni finnst framkvæmdastjóranum við hæfi að birta texta Megasar við lagið 10 milljón flóabita nótt.

þetta er minnst 10 milljón flóabita nótt
hún líður nógu hægt og hljótt
en hart er að mér sótt
þetta er minnst 10

ég er orðinn eins og gatasigti
ekki frá því í mér hrikti
engin furða þó ég lykti
ég er orðinn eins og gata

bókstaflega eins og lúði á litinn
af flóm óblíðum bitinn
allur bæði og ýkt útskitinn
beisikallí eins og lúði

ég fíla ekki flóahjörð á beit
þær eru sætar uppí sveit
en sæki þar í minn reit
ég fíla ekki flóa

ég meika ekki miljón flær í beit
ef ég væri ekki svona streit
væri stund þessi ærið heit
ég meika ekki miljón flær

ég er frægur starraflóabitanjótur
þú sérð það glámshornaugnagjótur
að uppgenginn er minn fótur
því ég er frægur

jeppi á fjalli ég er sjálfur hann
að ljósið fagra fann
það til frægðar ég mér vann
jeppi á fjalli je

sem einn lúser á fótum lengi vel ég gekk um
laus frá skaðvænlegum skekkjum
upp fjöll ég skýst á megadekkjum
sem einn lúser

fráleitt meir aulast ég á ekkjum
úr fótgönguliðahlekkjum
er ég frjáls á maxidekkjum
fráleitt meir

ég þarf að losa mig við tattú fá mér annað
það sem bannað er jú bannað
en ekki brot nema það sé sannað
ég þarf að losa mig við tattú

það er mómentið sjálft frosið enginn filler
því fyrirtækið er þriller
enda funda ég með killer
það er mómentið sjálft frosið

forðum út ég gekk með gramm í vasa
andesfjallalofti grænna grasa
fylltust gímöld minna nasa
forðum út ég gekk

nú er ég á nesi þessu klín
vitiði klór er ekkert grín
en því geng ég um og skín
nú er ég á nesi

hér var það sem siggi breiðfjörð bjó
niðrí víkurkvos sér kró
en kaus að hafa þó
hér var það sem hann siggi bjó

sagður var hann átt hafa tvær í einu
líf er heillegra í hreinu
og því heilagt í ekki neinu
sagður átt hafa einar tvær

eiðis á þeim geigvænlega granda
engin skil minna eigin handa
greini þó á höfði reyni að standa
eiðis á mjög svo

það verða tíuþúsundplatnajól
enginn krókur engin ól
ekkert klifur upp á stól
það verða tíuþúsund

ég farga mér segi ég fari hún ekki í gull
þetta er sull útsvínaðbull
eins og sæmir engin ull
ég farga mér

lifandi heilt komst ég  gegnum kóla
en það dugir ekki að stóla
á þá stráka sem misnota njóla
lifandi

líkamslífræktaður upp úr bók
lífs má enginn komast úr kók-krassi
utan digru ankerist lók-hlassi
líkamslífræktaður hrókur í smók

minnst tíumilljónflóabitanótt
og sár getur verið ljótt
þó dýr sé lágvaxið og mjótt
minnst tíumiljónbitanótt


Gjaldkerinn tekur pungapróf

Upplýst hefur verið við framkvæmdastjóra að gjaldkeri félagsins sitji nú með sveittan skallann (í bókstaflegri merkingu) við að læra undir pungapróf sem tekið verður í fjarnámi frá Hornafirði. Í framhaldinu hefur gjaldkerinn frætt framkvæmdastjórann um það að fyrir dyrum stendur að festa kaup á trillu sem hentar manni með pungapróf (þ.e. undir 12 metrum). Ef einhver hefur vitneskju um slíkan grip má gjarnan færa inn tilkynningu þar um hér á athugasemdasíðuna.

Það sem framkvæmdastjórinn er hins vegar steinhissa á er að gjaldkerinn sendi formanninn til þess að skoða mögulega trillu sem liggur við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Það er kunnara en frá þurfi að segja að formaðurinn hefur aldrei migið í saltan sjó og ber lítið skynbragð á hvað er góð trilla og hvað ekki. Hann hefur hins vegar gott auga fyrir fögrum gripum, sem sést best á tiltölulega nýlegri eiginkonu formannsins (systur gjaldkera og framkvæmdastjóra).

Það var hins vegar gjaldkeranum til happs að í fylgd með formanni voru fyrrverandi formaður og fyrrverandi gjaldkeri svo hann var í öruggum höndum og var til allrar guðs lukku gefið rautt ljós á trilluna.


Formaðurinn boðar til samverustunda

Samverustund Veiðifélagsins verður að Ytri Vík við bæinn Kálfskinn í Árskógstrandarhreppi helgina 27. febrúar til 1. mars 2009. Það var Sigurður Hinriksson, gjaldkeri, sem festi félaginu húsið á þessum tíma að beiðni formannsins, Þóris Gíslasonar. Í ferðinni verður haldið uppá stórafmæli eins gilds lims og eru velunnarar Veiðifélagsins beðnir um að giska á hver á afmæli og hversu gamall sá verður í ferðinni. Nándarverðlaun eru veitt.

Kálfskinn er bær á Árskógsströnd, þar sem er rekin fjölþætt ferðaþjónusta (2003).  Sögulegur ljómi staðarins byggist á búsetu Hræreks konungs af Heiðmörk í Noregi, sem Ólafur helgi lét blinda og senda til Íslands.  Honum þótti líf sit batna við brotthvarf sitt frá heimahögunum og lítils samneytis við höfðingja, því hann var meira metinn á Kálfskinni en aðrir menn.  Dauður var hann heygður í Hrærekshóli við túnið á bænum, eini konungurinn, sem hlotið hefur leg á Íslandi.  Núverandi konungur á staðnum, Sveinn Jónsson (2003), hefur um árabil verið nokkrum spönnum á undan sínum samtímamönnum í framtíðaráfornum um ferðaþjónustu, sem hafa samt fæstar hlotið brautargengi nema hann hafi rutt þeim braut með niðjum sínum og verður vafalaust minnst sem einhvers hugmyndaríkasta frumkvöðuls á því sviði.

http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_kalfskinn.htm

kv. formaðurinn.


Jólakort til þín!

Jolakort_Veidifelag

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband