Færsluflokkur: Lífstíll
20.8.2008 | 11:23
Veiðimenn hér vaskir standa
Til af forðast skammir og ónotalegheit þá sendi ég hér smá frétt af örstuttri veiðiferð sem ég fór með fjölskyldunni vestur í Sauðlauksdal um síðustu helgi.
Við lögðum af stað úr Kópavogi seinni part á föstudag og komum í Kvígindisdal seint um kvöldið.
Í stuttu máli þá voru farnar 2 stuttar veiðiferðir í Sauðlauksdal á laugardeginum í leiðindaveðri roki og rigningu en aflabrögð voru ágæt þó byrjunin hafi ekki lofað góðu eins og sést á meðfylgjandi vísu sem mamma gamla orti þegar við vorum nýbyrjaðir veiðar (hún er frekar óþolinmóð sú gamla)
Vísan er svona.
Veiðimenn hér vaskir standa
En varla nokkra bröndu fá
Fredrik tókst þó bröndu að landa
En frekar var hún agnarsmá.
Höfundur Frúgit Thoroddsen
En til að fyrirbyggja allan misskilning þá bjargaði sá sænski ekki veiðinni heldur voru veiðitölur eftirfarandi:
Snæbjörn fékk 3 fiska, Ólafur Ásgeir 3 og Fredrik einn fisk og eina bröndu.
kv. Snæbjörn formaður
Lífstíll | Breytt 30.8.2008 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.8.2008 | 16:13
Veiðar utan kvóta - eða án annarra gildra lima
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2008 | 17:38
Útilega veiðifélagsins 2008
Veiðifélagið hélt í frábæra útilegu síðustu helgina í júlí. Eins og við var að búast skemmtu gildir limir, meðlimir þeirra og aflimir sér frábærlega og var sannarlega skemmtilegt í ferðinni. Myndir frá ferðinni hafa verið settar inná ljósmyndavef framkvæmdastjórans.
Ef gildir limir óska eftir því að fá myndirnar sendar í fullri upplausn er þeim óhætt að hafa samband við stjórann sem mun bregðast vel við.
kv. IH
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2008 | 10:50
Sjóstöng í Arnarfirði 2007
Framkvæmdastjórinn og tvær eiginkonur gildra lima í Veiðifélaginu héldu í ferðalag í júlímánuði 2007. Þar skelltu þær sér m.a. á sjóstöng í Arnarfirði og þar sem formaðurinn setti inn mynd af ógildum limi í Veiðifélaginu þá er ekki úr vegi að skella inn myndum af veiðiferð þeirra þriggja í Arnarfirði 2007.
Njótið vel:
Framkvæmdastjórinn búinn að setja í einn golþorsk úr Arnarfirði.
Bryndís með einn þorskinn enn á önglinum, minnir um margt á formanninn, sjáið hvernig stöngi svegist við átökin.
Sigrún með einn titt á stönginni, eini fiskurinn sem hún veiddi í ferðinni en hún fékk að landa nokkrum sem bitu á hjá framkvæmdastjóranum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 23:36
Túnfiskveiðar við Roatan, Honduras
Í síðustu færslu framkvæmdastjórans kemur fram að tveir meðlimir veiðifélagsins hyggðu á reisu til Karabíska hafsins. Tilefni og tilgangur þessarar ferðar var margþættur og verður ekki rakinn hér en að sjálfsögðu var tækifærið notað og rennt fyrir fisk. Á Roatan, lítilli eyju utan við Honduras, var leigður bátur og haldið til veiða. Á myndinni er fyrsta fiskinum hampað af Þorsteini Einarssyni - þaulvönum sjóstangaveiðimanni en ekki enn félagsmanni í veiðifélaginu.
Annars eru félagar eru minntir á að ákveðin hefur verið veiðiferð helgina 25. - 27. júlí. Nánari frétta er að vænta næstu daga.
Formaðurinn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.5.2008 | 07:44
Veiðiferð til Karabíska hafsins
Fréttir hafa borist af því að tveir gildir limir Veiðifélagsins ásamt mökum sínum hafi hist í gærkvöldi. Það var þó ekki til að drekkja sorgum yfir sigri Júnæted á Tjesí heldur til þess að skipuleggja veiðiferð um Karabíska hafið. Hluti ferðarinnar mun þó verða um sunnanverða heimsálfuna Norður Ameríku þar sem félagarnir ætla að munda vopn sín og koma kúlum í holur. Að því loknu ætla þeir að taka sér far með dalli sem siglir um hið karabíska haf og sjálfsagt munu þeir hafa sjóstöngina með í för til að hafa í sig og á.
Óskar framkvæmdastjórinn þeim góðrar ferðar og hlakkar til að heyra veiðisögur þeirra þegar heim verður komið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 00:09
Eða kannski ekki neitt
Framkvæmdastjórinn lýsir því hér með yfir að hann (hún) sé ósátt við að veiðifélagslimir skuli ekki lesa þessa síðu. Spurt er hér til hliðar hvort þú ætlir að veiða á flugu í sumar. Sjö hafa svarað spurningunni þar af hefur henni verið svarað þrisvar sinnum af framkvæmdastjóranum sjálfum. Framkvæmdastjóranum er þar fyrir utan kunnugt um 2 til viðbótar sem ekki eru í veiðifélaginu en hafa svarað spurningunni - sem síðan leiðir til þess að kannski hafi 2 gildir limir í Veiðifélaginu svarað spurningunni. Það er þó ekki víst.
Veiðifélagar eru beðnir um að svara spurningunni og setja síðan inn athugasemd við þessa frétt þar sem þeir kvitta fyrir svarinu - það þarf þó ekki að fylgja með hvort þeir svöruðu já eða nei! Koma svo drengir ...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 22:56
Allt að gerast!
Nú ættu allir veiðimenn að vera búnir að gera klárt fyrir veiðitímabilið. Búið að fara yfir línuna, flugurnar, spúnana og rífa stærstu önglana úr rassinum! Veiðifélagar... formaður og þið hinir, hvenær ætlið þið að boða til fundar?
Framkvæmdastjórinn!
Veitt í Reynisvatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 17:20
Presley syngur fyrir Snæbjörn
Snæbjörn kæri,
Snæi sweet,
Þú ert orðinn stór.
Grátt í vöngum, lítið beat
og ekkert voða mjór
Snæbjörn kæri,
Ein er sú
Sigga þér við hlið
Átti með þér börn og bú
Og eldaði oft svið.
Snæbjörn kæri,
Ólafsson
Brátt þú getur hætt
Að stunda vinnu lon og don
Og barnabarna gætt
Snæbjörn kæri,
Snæi dear
Bíddu bara um sinn
Því að núna styttast fer
Í ellilífeyrinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2008 | 17:15
Frábært afmæli hjá Snæbirni og sannarlega óvæntir gestir
Afmælið hjá Snæbirni í gær var í einu orði sagt frábært! Afmælisbarnið fékk heldur fábreyttar gjafir en margar þó því takmark hans um að safna fyrir brunni í Afríku tókst með virktum og gott ef hann safnaði ekki líka fyrir einni geit og fjórum hænum! Óskar Veiðifélagið Snæbirni hér með til hamingju með það að bjarga lífi margra barna í Afríku.
Þorvaldur og Þórir, gildir limir í Veiðifélaginu (sem ég frétti í gær að héti Vaskir sveinar), héldu afbragðs góðar ræður afmælisbarninu til heiðurs og til samans hrópuðu veislugestir fjórfallt hirra og þrefallt húrra fyrir gestgjafanum.
Margir góðir gestir komu í veisluna, þar á meðal Elvis Presley, Freddie Mercury og Marilyn Monroe sem komu fyrir tilstilli hinnar dulmögnuðu Dollýjar Dulrænu. Í fylgd með henni var ótrúlega heitur lífvörður sem gætti þess með sóma að enginn næði augnsambandi við dívuna, enda mun það vera stórhættulegur leikur!
Presley, Mercury og Monroe sungu öll til heiðurs afmælisbarninu og má segja að enginn ENGINN íslenskur auðjöfur geti toppað þetta afmæli, a.m.k. ekki á þessari öld.
Snæbjörn og systkini hans fimm, Siggi, Þröstur, Guðný, Snæbjörn, Kalli og Lalli.
Dollý dulræna tók sveiflu við afmælisbarnið undir vökulu auga lífvararins.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)