Færsluflokkur: Lífstíll
4.2.2008 | 23:28
Snæi safnar fyrir brunni
Framkvæmdastjórinn fékk á dögunum boðskort frá Snæbirni Þór Ólafssyni um að hann ætti sér draum um að byggja brunn. Flestir Íslendingar eru aldir upp við það að birgja brunna en Snæbjörn ætla sér aðra og stærri hluti og vill safna fyrir brunni í Afríku, af öllum stöðum!
Framkvæmdastjórann rennir í grun hvaða tilgangi þetta þjónar hjá Snæbirni, enda segir hann í bréfinu að hann ætli að halda uppá 50 ára afmælið sitt í leiðinni og þar sem hann á allt þá vill hann safna fyrir brunni. Framkvæmdastjórinn er að velta því fyrir sér að senda honum lok á brunninn, svo litlu afrísku börnin detti ekki ofaní brunninn sem Sæbjörn ætlar að grafa, eða einhver annar fyrir hann.
Annars var framkvæmdastjórinn að velta því fyrir sér hvað verður til þess að Snæbjörn tekur uppá þessu, annað en það sem hann segir í bréfinu um að honum hafi gengið allt í haginn og hann eigi allt sem hann þurfi, og hefur framkvæmdastjórinn komist að þeirri niðurstöðu að Snæbjörn ætli að leggjast í ferðalög. Ætli hann sjái það ekki í hillingum að geta veitt meira í Afríku en á Íslandi!
Annars er Snæbjörn ekki aðeins að ná þeim áfanga að komast á sextugsaldurinn heldur náði hann þeim áfanga um daginn að verða afi, og færir framkvæmdastjórinn honum bestu óskir í tilefni af því með kærri kveðju frá öðrum gildum limum í Veiðifélaginu.
Enda á sömu nótum og afinn ... "Blóm og kransar afþakkaðir!"
Framkvæmdastjórinn
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 22:43
Hugmynd frá kokkinum
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2008 | 23:37
Ekki láta pólitíkina eyðileggja fyrir ykkur veiðitímabilið
Eftir að hafa hlustað endalaust á rugl úr borgarstjórninni þá er barasta tími til að fara aðeins að skoða hvað hægt er að veiða um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum á Veiðivefnum þá má veiða svartbak, sílamáf og silfurmáf allt árið, aðrir fuglar eru innan ákveðins veiðitímabils.
Svo skemmtilega vill til að nú um stundir er heimilt að veiða flesta algengustu fugla að rjúpu og blesgæs undanskilinni.
Þekkja má blesgæs á því að hún hefur bleikrautt nef, svartar þverflikrur á kviði, rauðgulir fætur, hvít blesa. Að gefnu tilefni er bent á að blesgæsin var friðuð með reglugerð þann 12. júní 2006.
Lífstíll | Breytt 23.1.2008 kl. 11:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2008 | 23:21
Ekki drepa flugur í annarra manna húsum!
Kæru veiðifélagslimir gleðilegt nýtt veiðiár.
Það er ekki amalegt að gildir limir Veiðifélagsins skuli allir vera við hestaheilsu þegar það ágæta ár 2008 heilsar. Það er einlæg ósk framkvæmdastjórans að það ár verði heilladrjúgt fyrir meðlimi Veiðifélagsins sem og Íslendinga alla og að ættjörðin verði vel fóstruð af forseta vorum og ríkisstjórn.
Framkvæmdastjórinn vill þó minna á orð Nóbelsskáldsins er amma gamla í Brekkukoti, kona Björns bónda, segir við Álfgrím: Eitt er það sem maður má aldrei gera skepnan mín, því það er ljótt ... að drepa flugur í annarra manna húsum."
Það sama vil ég biðja meðlimi Veiðifélagsins um að hafa í huga á því herrans ári 2008, ekki drepa flugur í annarra manna húsum, ekki skjóta fugla í annarra manna landi og ekki veiða fiska í annarra manna ám ... tja, nema hafa til þess leyfi!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2007 | 16:58
Jóla"veiði"saga
Þá líður óðum að því að jólahátíðin gangi í garð. Þegar þetta er ritað er klukkan rétt að verða fimm og aðeins klukkutími þar til kirkjuklukkur hringja jólin inn. Af því tilefni langaði mig til að deila með ykkur lítilli jóla"veiði"sögu sem tengist flestum þeim sem í Veiðifélaginu eru á einn eða annan hátt.
Þannig er að afi minn, Sigga, Snæbjörns og Þrastar og tengdaafi Konráðs og Þóris (sem sagt maður sem kemur Þorvaldi ekkert við) og amma, Lárus Kirstinn Hinriksson og Guðný Sigríður Hjálmarsdóttir bjuggu á Akureyri um nokkurt skeið en afi er ættaður frá Reiðarfirði og amma frá Húsavík. Þau bjuggu sem sagt um hríð á Akureyri og þar var afi bifreiðastjóri og amma verkakona.
Amma sagði mér eitt sinn frá því að þau hefði haldið gæsir við heimili sitt og á hverju ári valdi amma tvær gæsir sem hún aldi sérstaklega til slátrunar á jólum. Hún þurfti þó aðeins eina gæs fyrir sig og sitt fólk, en ævinlega aldi hún aðra gæs því hún vissi að þegar nær dró jólum kom einhver og stal af henni gæs til að hafa á sínu jólaborði. Aðspurð sagðist hún vita hvaða maður það var sem nappaði gæsinni ár hvert en sá átti tæplega til hnífs og skeiðar fyrir sig og sína og bjó í næsta nágrenni við þau. Amma sagðist aldrei hafa séð eftir gæsinni ofaní umrædda fjölskyldu en hún hefði gjarnan viljað gefa hana um hver jól. Hins vegar var húsbóndinn á því heimili of stoltur til þess að fara að beiðast matar og því hafi þau amma haft þegjandi samkomulag um að hún aldi gæsina fyrir hann og átti síðan von á því að henni yrði stolið í aðdraganda jólanna.
Þessi saga er mér afar kær og mér verður oft hugsað til ömmu þegar ég fæ jólaöndina um hver jól. Mér var þó sérstaklega hugsað til hennar nú um þessi jól því við Sigrún systir mín (eiginkona Þóris) vitjuðum leiðis þeirra afa og ömmu í morgun í Fossvogskirkjugarði. Það var ósköp notaleg stund þarna við leiðið þeirra og Valgeirs litla og mátti ég til að blikka til afa þegar ég gerði krossmark við leiðið hans og brosa blítt til ömmu.
Enn og aftur gleðileg jól kæru Veiðifélagar. Farið varlega um jólin og njótið samvistanna við fjölskyldur ykkar. GLEÐILEG JÓL!
Framkvæmdastjórinn
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2007 | 22:22
Jólakveðja
Veiðifélagið sendir meðlimum sínum, bloggvinum og fjölskyldum sínar bestu jólaóskir með von um friðsæl jól og farsælt komandi veiðiár.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 00:09
Veiðisaga
Ég fór að hugsa um það hvort það væri ekki við hæfi að setja hér inn einhverja hugljúfa jólasögu. Komst að því að það væri ómögulegt enda er fátt jólalegt við veiðifélag, nema ef vera skyldi jólamaturinn sem víða er á borðum veiðimanna ... rjúpan!
Frumlegheitin voru alveg að fara með mig svo ég "gúgglaði" orðið veiðisaga og hitti á þessa líka fínu sögu hjá bloggara sem kallar sig Dreza, en hann heitir víst Andrés Skúlason og er að öllum líkindum frá Djúpavogi. A.m.k. segir hann í upphafi sögunnar að hann hafi farið í sund "hér á Djúpavogi".
Sagan er eins og ég hef áður sagt fjári góð. Ég gríp niður í hana: "En hvað um það bílstjórinn afréð engu að síður að kíkja í brekkurnar þarna á svæðinu og viti menn, allt í einu sér hann rjúpu bregða fyrir og það fleiri en einni, hann rífur því hólkinn eldsnöggt upp og hleypir af og svo ótrúlegt sem það nú er, þá lágu heilar sjö rjúpur þarna í fyrsta skotinu."
Þú getur lesið söguna alla á vefsíðu dreza: http://drezi.blog.is/blog/andres_s/entry/378961/
GLEÐILEG JÓL!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2007 | 17:42
Veiðifélagið kætist í ótíðinni
Veiðifélagið kætist óneitanlega í ótíðinni. Nú er tíminn til að vera inni og dytta að hinu og þessu, nú eða undirbúa stórafmæli sem verður snemma næsta ár. Heyrst hefur að undirbúningurinn hafi allt að því farið úr böndunum og að búið sé að bóka einhverja fræga tónlistarmenn í veisluna.
Það er ekki eins og gildir limir veiðifélagsins hafi verið að veiða sér til matar undanfarið, hvað þá heldur til svartrar sölu. Ekki einu sinni hafa menn dregist á fjöll til að leita rjúpna eða gæsar. Makalaus leti hefur blasað við veiðimönnum og jafnvel hafa einhverjir lagst niður við kvótasölu bara til þess að geta sagt að þeir hafi verið í fiski! Ótrúleg frammistaða og meira að segja drykkja veiðifélagslima hefur dregist saman um 16,7% (sem er áfengismagnið í lélegu brasilísku púrtvíni).
Framundan er stórhátíð og hyggja veiðifélagslimir sér gott til glóðarinnar í mat og drykk, þó líklega verði villibráð ekki á borðum að þessu sinni.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2007 | 07:59
Á Rauðasandi
Þetta er baðströnd fyrir alla
sem trúa því að veröldin
eigi sér enn málsbætur
Á grasinu upp af sandinum
liggja kýrnar í makindum
og jórtra. Hitinn er 22°C
í forsælu. Móðan titrar
yfir byggakrinum og öxin
glóa í sólinni. Það er
hvítalogn
Hlaðan er líkust því að hafa verið
flutt í heilu lagi úr einhverjum
amerískum afkima (þar sem fólk
man varla hvað forsetinn heitir)
Við vöðum lænurnar neðan
við graslendið og göngum út
á logabjart flæmið niður að
sjónum
Öll orð eru horfin
við bara horfum
Gyrðir Elíasson
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 23:29
Veiðifélagið eignast bloggvin
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)