Færsluflokkur: Lífstíll
14.11.2008 | 17:12
Ljós í myrkri
Veiðifélaginu barst eftirfarandi kveðja frá Vigni bloggvini sínum og þakkar kærlega fyrir það. Boðskapurinn er sjálfsagður nú á þessum síðustu og verstu og er Veiðifélaginu það bæði ljúft og skylt að bera skilaboðin áfram.
Ljós í myrkri
Á þessum skammdegisdögum er nauðsyn að birta og ylur kærleiks og vinskapar streymi um nágrenni okkar. Við þyrftum nú strax að hvetja alla til að byrja á því sem kallað er -Ljós í myrkri-. Í fyrstu væri einungis lifandi kertaljós í einum glugga, falleg kveðja til nágrannanns.
Þetta er í raun byrjun á ljósaskreytingu aðventunnar en væntanlega meir með hvítum ljósum sem síður eru tengd sjálfum jólunum. Stígandi væri í þessu sem byrjaði á kertaljósi í glugga og endar í fallegum velupplýstum gluggum í byrjun aðventu.
Kertaljós er staðalbúnaður á mínu heimilli en ekki veitir af að kvetja menn og reyndar öll börn guðs til kærleiks og væntumþykju þó ekki sé til annars en að líða vel í eigin hjarta.
Látið þetta ganga!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 22:19
Frést hefur...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2008 | 10:45
Bed bugs ... til fróðleiks
Upplýsingar um svokallaðar rúmpöddur (bed bugs).
Myndir af kvikindunum er líka að finna á slóðinni hér að ofan (veljið myndir)
Til enn frekari fróðleiks þá hefur heilbrigðiseftirlitið tekið málið í sínar hendur.
Framkvæmdastjórinn og flóafriðurinn.
Lífstíll | Breytt 9.11.2008 kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2008 | 19:27
Flóafriður
Villta meyjan Bryndís Hinriksdóttir fékk ekki flóafrið á fyrri gististað Veiðifélagsins þar sem hún deildi rúmi með hundruðum flóa og lúsa. Varð það því að ráði að gildir limir Veiðifélagsins fluttu dvalarstað sinn austur á Hellishóla en á leið sinni ók Bryndís þó lúshægt í gegnum Flóahrepp enda þurfti hún að kveðja margan félagann á leiðinni.
Að gefnu tilefni skal á það bent að þeir sem eru með Bryndísi á myndinni hafa ekkert með flóafriðinn að gera.
Af þessu tilefni kastaði framkvæmdastjórinn fram fyrriparti sem hljómar svo:
Villtar meyjar vilja ei
verðmætunum sóa
og Þorvaldur Böðvarsson gildur limur Veiðifélagsins botnaði:
Heldur vilja þessi grey
liggja meðal flóa.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 19:23
Þórir Gíslason kjörinn formaður
Þórir Gíslason knattspyrnumaður var kjörinn formaður Veiðifélagsins á ársfundi hans sem haldinn var í gær, laugardag. Fundurinn fór fram í sumarhúsi við Hellishóla og þótti takast einstaklega vel. Þórir hafði sig ekki mikið í frammi á fundinum og var honum launað með því að gildir limir í félaginu kusu hann til formanns.
Á fundinum var samþykkt lag félagsins en það er "Varaformaður skal taka við starfi formanns þegar kjörtímabíli hans lýkur!" Eru gildir limir almennt ákaflega ánægðir með lagið og hafa þegar samþykkt að ekki verið samþykkt annað lag svo ekki verið til lög félagsins.
Að auki samþykktu limirnir viðurlög við ósamdar reglur félagsins, sem er tekin frá frændum okkar Færeyingum. Því miður man framkvæmdastjórinn ekki alveg hvernig viðurlögin hljómar. Fráfarandi gjaldkeri mun væntanlega setja viðurlögin hér inná athugasemdakerfið.
Gjaldkerinn fyrrverandi var ekki lengi að bjarga málunum eins og sjá má í athugsemdakerfinu hér fyrir neðan, en fyrir þá sem ekki hitta á takkann eða hafa ekki nennu til að smella þá er reglan þannig: Brot við þessi reglan varðar að limur verður strokinn.
Lífstíll | Breytt 29.10.2008 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2008 | 19:17
Árshátíð Veiðifélagsins
Ársfundur og árshátíð Veiðifélagsins var haldinn um helgina. Vaskir sveinar og Villtar meyjar héldu á Suðurland og eyddu þar saman helginn við leik, söng, mat og drykk. Myndir frá fundinum og árshátíðinni eru væntanlegar á vefinn innan skamms.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 15:08
Árshátíð og aðalfundur
Boðað er til árshátíðar og aðalfundar veiðifélagsins þann 25. október næstkomandi.Gjaldkerinn er búinn að bóka gistingu í uppábúnum rúmum á Syðra Langholti 24. til 26. okt. fyrir 11 manns.
Við höfum eldhúsið og matsal fyrir okkur og verðum sennilega ein í húsinu - heitur pottur fylgir húsinu!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2008 | 20:27
Veiðisaga
Vinnufélagi framkvæmdastjórans brá sér til veiða í Eystri-Rangá í vikunni. Hann var í 2 daga, þegar vinnufélaginn sneri aftur þá sagði hann frá því að alls hafi veiðst 27 fiskar á þessa einu stöng, þetta voru víst sæmilegir boltar, engir risar en svona 6-12 pund. Sá stærsti var 12 punda sjóbirtingur, feitur og fallegur og einstaklega erfiður viðureignar. Bæði var veitt á maðk og flugu.
Vinnufélaginn sagði líka frá því að þegar hann ætlaði að koma fiskinum í reyk þá hafi allt verið upppantað (hér eiga að vera þrjú p í röð!!). Hann hafi því brugðið á það ráð að frysta það sem hann gat, af þessum 27 fiskum átti vinnufélaginn 19 en aðeins 12 þeirra fengu pláss í frystikistu kappans svo nú voru góð ráð dýr. Hann ákvað því að aka með þessa 7 laxa sem eftir voru í Reykofninn á Smiðjuveginum og eftir miklar samningaviðræður þá sættist Óli í Reykofninum á að taka við fiskunum. Vinnufélaginn lofaði að koma ekki með meira til hans fyrr en um jól, en þá svaraði Óli: nei, komdu með þá um miðjan október!
Ég held að vinnufélaginn hafi ekki áttað sig á því að síðustu vikur fyrir jól er líka fullt að gera hjá Reykofninum!!!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.8.2008 | 23:56
Einn fyrir helgina
Sankti Pétur fékk leyfi frá störfum sínum við Gullna hliðið og Jesús tók vaktina fyrir hann. Þegar hann var að skrá niður þá sem vildu komast inn varð hann var við gamlan mann í röðinni sem honum fannst kunnuglegur. Þegar maðurinn kemur að hliðinu spyr Jesús hann að nafni.
"Jósep" svarar maðurinn og verður Jesús nú heldur betur forvitinn.
"Starf?" spyr Jesús.
"Trésmiður" svarar Jósep og Jesús er orðinn mjög forvitinn svo hann spyr skyndilega.
"áttu lítinn strák?" og Jósep svarar að bragði "já".
"Er hann með göt í úlnliðum og við ökkla?" spyr Jesús og svarið var "Já".
þá lítur Jesús djúpt í augu Jóseps með tár í augum og hrópar "Faðir, faðir!"
Gamli maðurinn virðist hálf gáttaður en eftir smá stund segir hann ...
"Gosi?"
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2008 | 15:23
Ný skoðanakönnun
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)