Snæi safnar fyrir brunni

Framkvæmdastjórinn fékk á dögunum boðskort frá Snæbirni Þór Ólafssyni um að hann ætti sér draum um að byggja brunn. Flestir Íslendingar eru aldir upp við það að birgja brunna en Snæbjörn ætla sér aðra og stærri hluti og vill safna fyrir brunni í Afríku, af öllum stöðum!

Framkvæmdastjórann rennir í grun hvaða tilgangi þetta þjónar hjá Snæbirni, enda segir hann í bréfinu að hann ætli að halda uppá 50 ára afmælið sitt í leiðinni og þar sem hann á allt þá vill hann safna fyrir brunni. Framkvæmdastjórinn er að velta því fyrir sér að senda honum lok á brunninn, svo litlu afrísku börnin detti ekki ofaní brunninn sem Sæbjörn ætlar að grafa, eða einhver annar fyrir hann.

Annars var framkvæmdastjórinn að velta því fyrir sér hvað verður til þess að Snæbjörn tekur uppá þessu, annað en það sem hann segir í bréfinu um að honum hafi gengið allt í haginn og hann eigi allt sem hann þurfi, og hefur framkvæmdastjórinn komist að þeirri niðurstöðu að Snæbjörn ætli að leggjast í ferðalög. Ætli hann sjái það ekki í hillingum að geta veitt meira í Afríku en á Íslandi!

Annars er Snæbjörn ekki aðeins að ná þeim áfanga að komast á sextugsaldurinn heldur náði hann þeim áfanga um daginn að verða afi, og færir framkvæmdastjórinn honum bestu óskir í tilefni af því með kærri kveðju frá öðrum gildum limum í Veiðifélaginu.

Enda á sömu nótum og afinn ... "Blóm og kransar afþakkaðir!"

Framkvæmdastjórinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðar kveðjur.

Kv. ríg montinn AFI

Ps. Það þarf ekki lok á brunninn því það verður boruð hola og sett í holuna dæla.

Snæbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband