Veiðisaga

Ég fór að hugsa um það hvort það væri ekki við hæfi að setja hér inn einhverja hugljúfa jólasögu. Komst að því að það væri ómögulegt enda er fátt jólalegt við veiðifélag, nema ef vera skyldi jólamaturinn sem víða er á borðum veiðimanna ... rjúpan!

Frumlegheitin voru alveg að fara með mig svo ég "gúgglaði" orðið veiðisaga og hitti á þessa líka fínu sögu hjá bloggara sem kallar sig Dreza, en hann heitir víst Andrés Skúlason og er að öllum líkindum frá Djúpavogi. A.m.k. segir hann í upphafi sögunnar að hann hafi farið í sund "hér á Djúpavogi".

Sagan er eins og ég hef áður sagt fjári góð. Ég gríp niður í hana: "En hvað um það bílstjórinn afréð engu að síður að kíkja í brekkurnar þarna á svæðinu og viti menn, allt í einu sér hann rjúpu bregða fyrir og það fleiri en einni, hann rífur því hólkinn eldsnöggt upp og hleypir af og svo ótrúlegt sem það nú er,  þá lágu heilar sjö rjúpur þarna í fyrsta skotinu.

Þú getur lesið söguna alla á vefsíðu dreza: http://drezi.blog.is/blog/andres_s/entry/378961/

GLEÐILEG JÓL!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Arnarson

Frábær saga takk fyrir .

Vignir Arnarson, 19.12.2007 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband