Veiðimenn hér vaskir standa

Til af forðast skammir og ónotalegheit þá sendi ég hér smá frétt af örstuttri veiðiferð sem ég fór með fjölskyldunni vestur í Sauðlauksdal um síðustu helgi.

Við lögðum af stað úr Kópavogi seinni part á föstudag og komum í Kvígindisdal seint um kvöldið.

Í stuttu máli þá voru farnar 2 stuttar veiðiferðir í Sauðlauksdal á laugardeginum í leiðindaveðri roki og rigningu en aflabrögð voru ágæt þó byrjunin hafi ekki lofað góðu eins og sést á meðfylgjandi vísu sem mamma gamla orti þegar við vorum nýbyrjaðir veiðar (hún er frekar óþolinmóð sú gamla)

Vísan er svona.

Veiðimenn hér vaskir standa
En varla nokkra bröndu fá
Fredrik tókst þó bröndu að landa
En frekar var hún agnarsmá.

Höfundur Frúgit Thoroddsen

En til að fyrirbyggja allan misskilning þá bjargaði sá sænski ekki veiðinni heldur voru veiðitölur eftirfarandi:

Snæbjörn fékk 3 fiska, Ólafur Ásgeir 3 og Fredrik einn fisk og eina bröndu.

kv. Snæbjörn formaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta er nú aldeilis frábær færsla hjá þér hr. formaður. Gaman að því að fara í veiði OG VEIÐA! Reynslan af hinu er flestum öðrum gildum limum félagsins of vel kunnug.

Hvernig er með skytteríið, á ekki að plana ferð til gæsaveiða?

kv. framkvæmdastjórinn

Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.8.2008 kl. 11:51

2 Smámynd: Veiðifélagið

Það skal á það bent að Snæbjörn er hr. gjaldkeri, leiðréttist það hér með.

Veiðifélagið, 20.8.2008 kl. 12:42

3 identicon

Hvar er þessi Kvikindisdalur?

Konni (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 12:44

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Væntanlega einhversstaðar nærri þér, kvikindið þitt!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 31.8.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband