Gjaldkerinn tekur pungapróf

Upplýst hefur verið við framkvæmdastjóra að gjaldkeri félagsins sitji nú með sveittan skallann (í bókstaflegri merkingu) við að læra undir pungapróf sem tekið verður í fjarnámi frá Hornafirði. Í framhaldinu hefur gjaldkerinn frætt framkvæmdastjórann um það að fyrir dyrum stendur að festa kaup á trillu sem hentar manni með pungapróf (þ.e. undir 12 metrum). Ef einhver hefur vitneskju um slíkan grip má gjarnan færa inn tilkynningu þar um hér á athugasemdasíðuna.

Það sem framkvæmdastjórinn er hins vegar steinhissa á er að gjaldkerinn sendi formanninn til þess að skoða mögulega trillu sem liggur við festar í Hafnarfjarðarhöfn. Það er kunnara en frá þurfi að segja að formaðurinn hefur aldrei migið í saltan sjó og ber lítið skynbragð á hvað er góð trilla og hvað ekki. Hann hefur hins vegar gott auga fyrir fögrum gripum, sem sést best á tiltölulega nýlegri eiginkonu formannsins (systur gjaldkera og framkvæmdastjóra).

Það var hins vegar gjaldkeranum til happs að í fylgd með formanni voru fyrrverandi formaður og fyrrverandi gjaldkeri svo hann var í öruggum höndum og var til allrar guðs lukku gefið rautt ljós á trilluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fegurðin ríður sko hreint ekki við einteyming. Sjá með því að smella hér.

Eiginkona formannsins (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Vignir Arnarson

Já flott hvá honum og til hamingju (reikna með að þú standist) en mér var boðin um daginn forláta tré trilla sem ég er nú ekki búinn að skoða nema að fá slatta af myndum af ef þið viljið skoða hana hún virðist samkv myndum vera austur við Djúpavog  endilega ef áhugi er á þá skal ég send ykkur uppl sendi mér meil á lyngberg22@simnet.is

og ég forvarda myndunum og við verðu svo í bandi.

Vignir Arnarson, 28.1.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband