26.10.2008 | 19:23
Þórir Gíslason kjörinn formaður
Þórir Gíslason knattspyrnumaður var kjörinn formaður Veiðifélagsins á ársfundi hans sem haldinn var í gær, laugardag. Fundurinn fór fram í sumarhúsi við Hellishóla og þótti takast einstaklega vel. Þórir hafði sig ekki mikið í frammi á fundinum og var honum launað með því að gildir limir í félaginu kusu hann til formanns.
Á fundinum var samþykkt lag félagsins en það er "Varaformaður skal taka við starfi formanns þegar kjörtímabíli hans lýkur!" Eru gildir limir almennt ákaflega ánægðir með lagið og hafa þegar samþykkt að ekki verið samþykkt annað lag svo ekki verið til lög félagsins.
Að auki samþykktu limirnir viðurlög við ósamdar reglur félagsins, sem er tekin frá frændum okkar Færeyingum. Því miður man framkvæmdastjórinn ekki alveg hvernig viðurlögin hljómar. Fráfarandi gjaldkeri mun væntanlega setja viðurlögin hér inná athugasemdakerfið.
Gjaldkerinn fyrrverandi var ekki lengi að bjarga málunum eins og sjá má í athugsemdakerfinu hér fyrir neðan, en fyrir þá sem ekki hitta á takkann eða hafa ekki nennu til að smella þá er reglan þannig: Brot við þessi reglan varðar að limur verður strokinn.
Athugasemdir
Það sem samþykkt var eru viðurlög við brotum á ósömdum reglum félagsins og eru viðurlögin eftirfarandi:
Brot við þessi reglan varðar að limur verður strokinn.
Snæbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.