Útilega veiðifélagsins 2008

Veiðifélagið 2008 028Veiðifélagið hélt í frábæra útilegu síðustu helgina í júlí. Eins og við var að búast skemmtu gildir limir, meðlimir þeirra og aflimir sér frábærlega og var sannarlega skemmtilegt í ferðinni. Myndir frá ferðinni hafa verið settar inná ljósmyndavef framkvæmdastjórans.

Ef gildir limir óska eftir því að fá myndirnar sendar í fullri upplausn er þeim óhætt að hafa samband við stjórann sem mun bregðast vel við.

kv. IH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Framkvæmdastjórinn er hundfúll yfir því að gildir limir hafi ekki hoppað af gleði yfir nýju útliti síðunnar og stórkostlegu myndaalbúmi stjórans. Nú kann einhver að segja að hann hafi víst hoppað af gleði yfir útliti síðunnar en það er ómögulegt þar sem öll slík hopp mælast vel á jarðskjálftamælum veðurstofunnar og munu birtast í fréttum. Ef gildir limir vilja forðast skjálftamælana þá má líka setja inn athugasemd hér á síðuna!

ps. til fróðleiks þá sagði bloggvinkona framkvæmdastjórans, Helga Kristjánsdóttir, eftirfarandi: „þeir eru ,soldið, gildir í veiðifélaginu besti vinur minn einna gildastur“ Nú er það spurningin, hver er besti vinur Helgu Kristjánsdóttur?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.8.2008 kl. 00:06

2 identicon

Halló halló elsku framkvæmdastjóri.

Þú verður að átta þig á því að það er erfitt fyrir gilda limi að hoppa ( þarfnast undirbúnings ) en ég kættist mjög yfir nýja útlitinu og frábærum myndum.

Því miður þekki ég ekki Helgu enda greinilega ekki gildastur.

Takk fyrir frábæra ferð.

Snæbjörn Ólafsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll herra formaður

takk sömuleiðis fyrir ferðina, hún var frábær. Tek til greina athugasemdir þínar um vanhæfni gildra lima til þess að hoppa. En þeir ættu þó enn að geta skrifað athugasemd í kerfið ... nema kannski þessi gildi, hvur veit?

Annars hefur framkvæmdastjórinn ákveðið að bjóða uppá ókeypis heyrnamælingar fyrir gilda limi Veiðifélagsins í tilefni fréttar í Fréttablaðinu í gær.

Lifðu heill!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.8.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband