Túnfiskveiðar við Roatan, Honduras

  

Í síðustu færslu framkvæmdastjórans kemur fram að tveir meðlimir veiðifélagsins hyggðu á reisu til Karabíska hafsins.  Tilefni og tilgangur þessarar ferðar var margþættur og verður ekki rakinn hér en að sjálfsögðu var tækifærið notað og rennt fyrir fisk.  Á Roatan, lítilli eyju utan við Honduras, var leigður bátur og haldið til veiða.  Á myndinni er fyrsta fiskinum hampað af Þorsteini Einarssyni - þaulvönum sjóstangaveiðimanni en ekki enn félagsmanni í veiðifélaginu. 

Annars eru félagar eru minntir á að ákveðin hefur verið veiðiferð helgina 25. - 27. júlí.  Nánari frétta er að vænta næstu daga.

Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Issss... þetta er nú meiri titurinn. Verð að setja inn STÓRFISKAveiðar framkvæmdastjórans og tveggja eiginkvenna gildra lima frá því á Vestfjörðum í fyrra. Það var sko veiði!

framkvæmdastjórinn!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.7.2008 kl. 14:00

2 identicon

Steini er kannski ekki sérlega stór en mér finnst óþarfi að vera með svona plammeringar...

Konni (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband