Veiðiferð til Karabíska hafsins

Fréttir hafa borist af því að tveir gildir limir Veiðifélagsins ásamt mökum sínum hafi hist í gærkvöldi. Það var þó ekki til að drekkja sorgum yfir sigri Júnæted á Tjesí heldur til þess að skipuleggja veiðiferð um Karabíska hafið. Hluti ferðarinnar mun þó verða um sunnanverða heimsálfuna Norður Ameríku þar sem félagarnir ætla að munda vopn sín og koma kúlum í holur. Að því loknu ætla þeir að taka sér far með dalli sem siglir um hið karabíska haf og sjálfsagt munu þeir hafa sjóstöngina með í för til að hafa í sig og á.

Óskar framkvæmdastjórinn þeim góðrar ferðar og hlakkar til að heyra veiðisögur þeirra þegar heim verður komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband