24.2.2008 | 17:15
Frábært afmæli hjá Snæbirni og sannarlega óvæntir gestir
Afmælið hjá Snæbirni í gær var í einu orði sagt frábært! Afmælisbarnið fékk heldur fábreyttar gjafir en margar þó því takmark hans um að safna fyrir brunni í Afríku tókst með virktum og gott ef hann safnaði ekki líka fyrir einni geit og fjórum hænum! Óskar Veiðifélagið Snæbirni hér með til hamingju með það að bjarga lífi margra barna í Afríku.
Þorvaldur og Þórir, gildir limir í Veiðifélaginu (sem ég frétti í gær að héti Vaskir sveinar), héldu afbragðs góðar ræður afmælisbarninu til heiðurs og til samans hrópuðu veislugestir fjórfallt hirra og þrefallt húrra fyrir gestgjafanum.
Margir góðir gestir komu í veisluna, þar á meðal Elvis Presley, Freddie Mercury og Marilyn Monroe sem komu fyrir tilstilli hinnar dulmögnuðu Dollýjar Dulrænu. Í fylgd með henni var ótrúlega heitur lífvörður sem gætti þess með sóma að enginn næði augnsambandi við dívuna, enda mun það vera stórhættulegur leikur!
Presley, Mercury og Monroe sungu öll til heiðurs afmælisbarninu og má segja að enginn ENGINN íslenskur auðjöfur geti toppað þetta afmæli, a.m.k. ekki á þessari öld.
Snæbjörn og systkini hans fimm, Siggi, Þröstur, Guðný, Snæbjörn, Kalli og Lalli.
Dollý dulræna tók sveiflu við afmælisbarnið undir vökulu auga lífvararins.
Athugasemdir
Svakalega er Presley flottur!!
Formaðurinn (IP-tala skráð) 25.2.2008 kl. 22:45
Heyrðu mig ... og hvað finnst þér um kerlinguna sem náði í hann?
Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.2.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.