Veiðifélagið eignast bloggvin

Veiðifélagið hefur eignast bloggvin. Það er framkvæmdastjórinn sjálfur sem bloggar undir nafninu http://ingibjhin.blog.is og þykir víst ógurlega skemmtilegur bloggari. Hún bloggar a.m.k. oftar en við hjá Veiðifélaginu!

Þórir og myndir frá villibráðarkvöldinu

Þess er hér með formlega óskað að Þórir Gíslason komi myndum frá villibráðarkvöldinu til framkvæmdastjórans sem fyrst svo unnt verði að koma myndum inná Picasa vefinn, öðrum gildum limum veiðifélagsins til ánægju og yndisauka.

Húp, húp, hirra!


Myndir frá Snæbirni

Myndir frá Snæbirni eru komnar á Picasa vefinn. Tengill er hér.

Ný stjórn Veiðifélagsins

Ný stjórn veiðifélagsins var kjörin á fundi í kvöld.

Formaður er Konráð Konráðsson, varaformaður er Þórir Gíslason og gjaldkeri er Snæbjörn Þór Ólafsson.

Aðrir gildir limir eru Þorvaldur Böðvarsson, Sigurður Hinriksson og Þröstur Ólafsson.


Húp húp hirra

Á villibráðarveislu veiðifélagsins í kvöld var gripið til þeirrar nýbreytni að hrópa þrefallt hirra fyrir þeim sem til þess höfðu unnið. Var m.a. hirrað fyrir kokkum kvöldins, veiðimönnum kvöldsins og nýliðum veiðifélagsins en engum datt í hug að hirra fyrir framkvæmdastjóranum.

Það mun seint gleymast.


Vel heppnað villibráðarkvöld

Villibráðarkvöld veiðifélagsins var haldið í kvöld. Þótti það sérstaklega vel heppnað en meðal þeirra góðgæta sem boðið var uppá var grafinn og reyktur lax, gæs af ýmsum fágætum stofnum og svartfugl matreiddur að hætti veiðimannsins.

Létu eiginkonur veiðimanna og aðrir gestir, þar með talinn framkvæmdarstjórinn vel að veitingunum og voru fluttar margar merkar ræður þar um.


Villibráðarkvöld

Villibráðarkvöld verður haldið að loknum fundi Veiðifélagsins laugardaginn 10. nóvember nk. Fundurinn verður haldinn að heimili Þóris Gíslasonar, Hlíðarhjalla 73 í Kópavogi.  

Matseðill verður birtur síðar.

Eiginkonur velkomnar.


Fundur í Veiðifélaginu

Fundur verður haldinn í Veiðifélaginu laugardaginn 10. nóvember nk. Hist verður á heimili Þóris Gíslasonar að Hlíðarhjalla 73 í Kópavogi.

  • Framkvæmdastjóri flytur skýrslu um stöðu mála. 
  • Venjuleg fundarstörf.

 


Veiðifélagið í Kvígindisdal

Veiðifélagið hittist um verslunarmannahelgina í Kvígindisdal í Rauðasandshreppi. Gestgjafi að þessu sinni var Snæbjörn Þór Ólafsson. Eins og við var að búast var mikið líf og fjör og gerðu menn vel við sig í mat og drykk.

Stefnt var á veiði í Sauðlauksdalsvatni [leiðrétt 11.11.07] en heldur lítið varð úr veiði enda veður til veiða ekki gott. Þess í stað fóru spúsur veiðimanna til berja og bar það drjúgan ávöxt.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband